Forskriftarlyf í lyfjaverðskrá

Forskriftarlyf sem Pharmarctica framleiðir eru nú komin inn sem viðauki í lyfjaverðskrá. Nú á því að vera hægt að ávísa forskriftarlyfjunum í gegnum Sögu-kerfið. Þrátt fyrir að forskriftarlyfin hafi verið skráð undir sama viðauka og undanþágulyf, þarf ekki að að skrifa undanþágulyfseðil. Verið er að vinna að því að forskriftarlyf verði sérstakur viðauki í lyfjaverðskrá en ekki undir sama viðauka og undanþágulyf.