ACP krem

                Án allra ilm,- litar- og rotvarnarefna!

 

ACP Krem leysir upp harða skán eða húð sem getur myndast í hársverði.

ACP krem er stíft (þykkt) krem sem er notað í hársvörð. Það hefur hátt fituinnihald telst því mjög feitt krem. ACP krem var framleitt í apótekum, og dregur nafnið af fyrsta staf hvers innihaldsefnis.

Notkunarleiðbeiningar:
ACP Krem er borið í hársvörðinn og látið bíða þangað til skánin/húðin hefur mýkst upp. Þá er kremið þvegið úr með vatni og sápu.
Í mjög erfiðum tilfellum er best að setja kremið í hársvörðinn fyrir svefn, hægt er setja poka yfir hárið til þess að varna því að kremið smitist í rúmfötin. Daginn eftir er kremið síðan þvegið úr hárinu með vatni og sápu.

Til að viðhalda raka og mýkt í  hársverðinum getur verið gott að bera bómolíu, kókosolíu eða möndluolíu reglulega í hársvörðinn t.d. 1-3 sinnum í mánuði eða oftar ef þörf krefur.

Varúð!
Notist ekki á börn yngri en þriggja ára.
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymsla: Kremið geymist við stofuhita eða í svala.

Innihald (INCI): Cetylanum, paraffinum liquidum og salicylic acid
Innihald: Cetylanum, paraffínolía og salicylicsýra.

Umbúðastærð: 100 ml túpa
Vörunúmer (100 ml): 12000052