Saga fyrirtækisins

Pharmarctica er staðsett á Grenivík við Eyjafjörð. Fyrirtækið var stofnað um mitt árið 2002 og hófst vinnsla í fyrirtækinu í maí 2003. Stofnendur voru Torfi Halldórsson lyfjafræðingur, Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur, Bergþóra Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sænes. Hluthafar Pharmarctica í dag eru Sænes, Sparisjóður Höfðhverfinga og Jónína Jóhannesdóttir. 

Pharmarctica hóf starfsemi sína á framleiðslu á forskriftarlyfjum lækna og snyrtivörum. Síðar meir fór að bætast við verktakavinna í miklu magni fyrir fyrirtæki víðsvegar af landinu og hefur Pharmarctica unnið með og framleitt vörur fyrir fyrirtæki og stofnanir á borð við, Landspítalann, BioEffect, Sjúkrahúsið á Akureyri, Sóley organics, Artasan, Zymetech, Icepharma, Urðarkött, Ankra, Veranda og fleiri.

Fyrirtækið er nú leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu  á snyrtivörum, sápum, mixtúrum, sótthreinsunarvörum og fæðubótarefnum á landinu. 


Á síðstu árum hefur einnig færst í vöxt að fyrirtækið er að taka að sér þróunarvinnu fyrir önnur fyrirtæki og í slíku samstarfi  er unnið að því að búa til nýjar íslenskar snyrtivörulínur.