Saga fyrirtækisins

Pharmarctica er staðsett á Grenivík við Eyjafjörð. Fyrirtækið var stofnað um mitt árið 2002 og hófst vinnsla í fyrirtækinu í maí 2003. Stofnendur voru Torfi Halldórsson lyfjafræðingur, Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur, Bergþóra Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sænes. Hluthafar Pharmarctica í dag eru Sænes, Sparisjóður Höfðhverfinga og Jónína Jóhannesdóttir. 

Pharmarctica hóf starfsemi sína á framleiðslu á forskriftarlyfjum lækna og snyrtivörum. Síðar meir fór að bætast við verktakavinna í miklu magni fyrir fyrirtæki víðsvegar af landinu og hefur Pharmarctica unnið með og framleitt vörur fyrir fyrirtæki og stofnanir á borð við, Landspítalann, BioEffect, Sjúkrahúsið á Akureyri, Sóley organics, IceCare, Zymetech, Icepharma, Urðarkött og fleiri.

Á síðustu árum hefur fyrirtækið fært út starfsemi sína enn meir og er nú leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu  á snyrtivörum, sápum, mixtúrum, sótthreinsunarvörum og fæðubótarefnum.
Starfsmenn fyrirtækisins eru 7 talsins og búa þeir allir yfir víðtækri þekkingu á sínu sviði sem er til þess fallin að geta veitt persónulega og faglega þjónustu.

Grenivík www.mats.is