Akvól

Án allra ilm- og litarefna!

Akvól er sérstaklega ætlað á mjög þurra húð á líkama en einnig má bera það í andlit og á hendur. Akvól inniheldur mikið magn af jarðhnetuolíu og telst því mjög feitt krem.

Kremið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð vegna þess að mjög auðvelt er að bera það á húðina. Kremið hefur reynst vel fyrir fólk sem þjáist af erfiðum húðþurrki.

Kremið er þunnfljótandi og þarf að hrista vel fyrir notkun.


Geymsla: Má ekki frjósa, haldist frá beinu sólarljósi og miklum hita. Geymist við stofuhita.
Ofnæmisvaldar: Jarðhnetuolía.

Innihald (INCI): Oleum arachitis oil, eucerinum, aqua, phenoxyethanol og potassium sorbate.
Innihald: Jarðhnetuolía, eucerinum, vatn og rotvörn.

Umbúðastærðir: 100 ml túpa, 500 ml flaska með dælu.
Vörunúmer (100 ml): 12000001
Vörunúmer (500 ml): 12000178

 

APÓTEK vörurnar eru alhliða vörur sem framleiddar eru undir ströngustu gæðakröfum af íslenska lyfjafyrirtækinu PharmArctica.