Verktakavinna

Pharmarctica er leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í verktakavinnu sem sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum, hár- og húðvörum, smyrslum, mixtúrum, sótthreinsandi lausnum og fæðubótarefnum. 

Þjónustan sem Pharmarctica býður upp á kemur til af víðtækri þekkingu og tengslaneti við aðra fagaðila. Fyrirtækið getur því komið að þróun eða framleiðslu á hinum ýmsu stigum í samstarfi við önnur fyrirtæki. 

 

Pharmarctica ábyrgist fagleg vinnubrögð  og góða þjónustu, þar sem þú getur fengið heildræna lausn fyrir þína vöru.

Pharmarctica vinnur meðal annars með eftirtöldum fyrirtækjum: 

Við sjáum um þróun, blöndun og áfyllingu fyrir DARK. 

Við sjáum um þróun, áfyllingu og pökkun að hluta fyrir íslensku snyrtivörulínuna Iceland Cosmetics frá DeisyMakeup.

Við erum í samstarfi við Primex á Siglufirði um pökkun og áfyllingu. Við sjáum um hylkjun, pökkun og merkingu á LipoSan. 

Við sjáum um þróun, framleiðslu og pökkun á UNA skincare fyrir Marinox.
Myndaniðurstaða fyrir marinox una skincareVið sjáum um áfyllingu og pökkun á Amino Marine Collagen powder og framleiðslu á leirmaskanum frá Feel Iceland.

feeliceland.com

Við sjáum um áfyllingu og pökkun á, Penzim geli og Penzim úðakremi ásamt blöndun, frá líftæknifyrirtækinu Zymetech. 

 

Við sjáum um þróun, framleiðslu, pökkun og merkingar á vítamínum undir hinum alíslensku vörumerkjum Hollusta heimilisins og Ein á dag fyrir Icepharma.

             

 

Við sjáum um um pökkun, merkingar og framleiðslu að hluta á iCare vítamínum fyrir fyrirtækið Artasan

Við sjáum um blöndun á grunnum og tilbúnum vörum fyrirBIOEFFECT ehf ásamt því að vinna með þeim í þróun.

Við sjáum um blöndun, áfyllingu og pökkun á vörunum fyrir Sóley organics ásamt því að vinna að vöruþróun með fyrirtækinu.

Við sjáum um blöndun, áfyllingu og merkingu á vörunum Sárabót, Hælabót, Handabót og Húðsmyrsli í línunni Gandur fyrir fyrirtækið Urðarkött. Vörurnar innihalda ásamt öðru minkaolíu sem fellur til sem aukaafurð við loðdýrarækt. 

Við sjáum um blöndun, áfyllingu og pökkun á öllum kísilheilsuvörunum frá GeoSilica.