Laxerolía

Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!

Apótek - Laxerolía er hrein laxerolía sem nota má á allan líkamann og í andlit. Laxerolía er notuð á margvíslegan máta t.d.; sem nuddolía, til inntöku og í heita bakstra.
Laxerolía á auðvelt með að smjúga djúpt inn í húðina og er því góð bæði til að mýkja hana og græða. Olían er frekar þykk og því getur verið tilvalið að þynna hana út með annarri olíu t.d. möndluolíu.
Laxerolían er einnig talin vera góð við brjóstsviða, liðagigt, vöðvaverk, til að fjarlægja vörtur og fæðingarbletti og magaverk. Olían er sérlega góð til að bera á geirvörtur kvenna sem hafa barn á brjósti og til að bera á nafla ungabarna ef hann grær seint.       

Notkunarleiðbeiningar:

Til inntöku:
 15 ml (1 msk) daglega fyrir fullorðna eða fylgja skal ráðleggingum frá lækni.
Heitur laxerolíubakstur: gott er að útbúa heitan bakstur úr laxerolíu á aum svæði t.d. vegna vöðvabólgu, stálma eða gigtar. Til að útbúa slíkan bakstur er gott að hafa við hendina; handklæði, matarfilmu, disk sem þolir að fara í örbylgjuofn, grisjur og auðvitað laxerolíu. Takið grisjurnar setjið á diskinn reynið að láta þær lenda þannig að auðvelt sé að ná þeim í sundur. Hellið laxerolíunni yfir grisjurnar og ýtið létt á með fingrunum svo að þær dragi í sig olíuna. Setjið diskinn inn í örbylgjuofninn í 15-30 sek. takið út úr ofninum og athugið hvort að hitastigið sé viðunandi. Hitið meira ef ykkur finnst þetta ekki nógu heitt. Passið ykkur að brenna ykkur ekki en bestur árangur næst með því að hafa olíubleyttar grisjurnar eins heitar og hægt er. Takið heitar grisjurnar og leggið þær yfir auma svæðið, þétt yfir hver aðra. Takið matarfilmuna og vefjið utan um ykkur og grisjurnar svo þær haldist á sínum stað. Setjið  handklæðið þar yfir til að hitinn haldist lengur og einnig til að varna því að olían smitist í eitthvað. Slappið af og leyfið olíunni að vinna sitt verk. Þegar baksturinn er orðinn kaldur er hann tekinn af og þá er gott að skreppa í heitt bað eða sturtu.
Við húðsliti: Blandið olíuna 1 hluti á móti 2 hlutum af möndluolíu. Berið á húðslitin og leyfið olíunni að liggja á í 10-15 mínútur. Þvoið olíuna af. Endurtakið daglega í nokkurn tíma eftir því hvað slitið er slæmt.
Við hárlosi: Hitið laxerolíuna í örbylgjuofni þannig að hún sé aðeins volg. Berið olíuna í hársvörðinn og nuddið vel ofaní hársrótina. Forðist að setja olíuna í sjálft hárið. Setjið handklæði eða poka yfir hárið til að verja rúmfötin og sofið í með í hárinu yfir nóttina. Skolið daginn eftir. Endurtakið einu sinni í viku í ca. 6-7 vikur en þá ætti árangur að fara að sjást.
Á augabrúnir/augnhár: Þrífið maskarahulstur mjög vel þannig að öruggt sé að enginn maskari sé eftir í burstanum eða hulstrinu. Fyllið hulstrið af laxerolíu. Notið burstann til að bera á augabrúnir og augnhár fyrir svefinn. Skolið af daginn eftir. Olían er talin gera hárin þéttari og lífmeiri.  

Geymsla: Geymist við stofuhita eða í kæli.

Innihald (INCI): Oleum ricini
Innihald: Laxerolía

Umbúðastærð: 100 ml flaska og 300 ml flaska. Báðar gerðirnar eru  með spraututappa
Vörunúmer (100 ml): 12000042
Vörunúmer (300 ml): 12000086



APÓTEK vörurnar eru alhliða vörur sem framleiddar eru undir ströngustu gæðakröfum af íslenska lyfjafyrirtækinu PharmArctica.