Serum

Serum er lauflétt 5 þátta rakagefandi ( e.hydrating) kremlíkblanda sem má nota eitt og sér eða sem undirlag áður en dagkrem eða næturkrem er svo borið á.
En afhverju ætti maður að nota serum? Serum eru yfirleitt þannig byggð upp að þau innihalda háa styrkleika af virkum efnum þannig að húðin fái mikið magn í einu af efni/efnum sem hjálpa henni við margvísleg vandamál. Þau eru  því góð viðbót við daglega húðumhirðu því með réttu vali af serumi getur þú unnið markvissara að því að vinna á ákveðnum húðvandamálum. Serumið okkar er einsog hinar vörunar í þessari andlitslínu til að gefa raka. Serumið er ekki eiginlegt rakakrem heldur rakagefandi og hentar því vel að nota það með rakakremi. Í seruminu okkar er vandlega valin blanda af virkum efnum sem eiga að vinna saman að því að draga raka inn í húðina og halda honum þar, ásamt því að draga úr einkennum þurrks og verja og þétta húðina. Helstu virku efnin eru allantoin sem er dregur úr ertingu í húð, er rakagefandi, dregur saman húðholur og ver húðina. Sugar cane squalane er annað efni sem er hluti af heilbrigðri húð og það hindrar rakatap úr húðinni ásamt því að auka teygjanleika húðarinnar. Saccharide isomerate er mjög virkur rakagjafi sem búið er að sýna fram á að hefur um 72 klst verkun í húðinni eftir að það er borið á, efnið hleður inn raka í húðina og styrkir efsta lag húðarinnar þannig að húðin verði fyrir minna rakatapi. Hyaluronic acid er einn öflugasti rakagjafi sem er þekktur í heimi í dag, við notum SLMW gerð af sýruni í serumið sem hefur hraðari og meiri virkni en aðrar gerðir sýrunnar. Með öflugri rakagjöf getur hyaluronate sýra þannig dregið úr fínum línum og gefið húðinni unglegra yfirbragð. Ekki má svo gleyma sodium PCA, efni sem er hluti af heilbrigðri húð, sodium PCA vinnur við að binda raka við húðfrumurnar sem stuðlar að sléttu yfirborði húðar og heilbrigðum ljóma. Þessi fimm hráefni sem vinna saman að því að bæta rakastig húðarinnar eru síðan með öðrum innihaldsefnum serumsins svo sem jojobaolíu, evítamín og própanendíól öflugt teymi til að laga hratt húðþurrk og með lengri tíma notkun verður ávinningur vel sýnilegur.

Öll okkar krem eru án parabena og litarefna, þau eru ekki prófuð á dýrum og framleidd í GMP vottuðu húsnæði. 

Geymsla: Geymist við stofuhita.

Yfir 85% af innihaldi vörunnar er af náttúrulegum uppruna.

Innihald (INCI): Aqua (icelandic springwater), Simmondsia chinensis (jojoba) seed oil, Propanediol (100% natural), Glyceryl stearate citrate, Glycerin (vegetable), Squalane (vegetable), Sodium PCA, Saccharide isomerate, Sorbitan oleate, Sodium hyaluronate, Allantoin, Helianthus annuus (sunflower) seed oil, Tocopherol, Carbomer, Citrus limon (lemon) fruit oil, Xylityl sesquicaprylate, Caprylyl glycol, Sodium citrate, Citric acid, Sodium hydroxide, Limonene*, Citral*, Geraniol*.

*Mögulegir ofnæmisvaldar sem eru partur af náttúrulegri samsetningu ilmkjarnaolía 

 

Umbúðastærð: 50 ml airless pumpa
Vörunúmer: 12000188