Sleipigel

Án allra ilm- og litarefna!

Sleipigel er sleipiefni sem hentar vel viðkvæmri slímhúð. Þetta sleipiefni hefur væga sótthreinsandi eiginleika. Sleipigelið klístrast ekki, þurrkar ekki og auðvelt er að þrífa það af húð. Sleipigel er mikið notað þegar verið er að gefa börnum (eldri en þriggja ára) og fullorðnum endaþarmsstíl. Einnig er óhætt að setja sleypiefni á endaþarmshitamæla fyrir börn eldri en 3ja ára.

Bændur hafa í gegnum árin notað sleipigel sem burðargel í sauðburð og nýtast þá sótthreinsandi eiginleikar sleypiefnisins vel. Gelið myndar filmu á húðinni þegar það blandast vökva og líkist það því að vera með hanska á hendinni.

Sleipigelið hentar vel með tækjum ástarlífsins.

Varúð!
Vegna sótthreinsandi eiginleika sleypiefnisins er ekki mælt með því að gelið sé notað til að auðvelda inngjöf á endaþarmsstílum eða við notkun á endaþarmsmæli hjá börnum yngri en þriggja ára.
Gelið skal ekki nota á erta og flagnandi húð.

Geymsla: Geymist við stofuhita eða í svala. 

Innihald (INCI): Aqua, glycerin, boric acid, hydroxypropylmethylcellulose, alcohol og methylparaben
Innihald: Vatn, glýserín, bórsýra, sellulósi, alkóhól og rotvörn.

Umbúðastærð: 100 ml túpa
Vörunúmer (100 ml):  12000118