Bleika línan

Nú er komin á markað frá okkur glæný lína af andlitsvörum til daglegrar notkunar. Þessi vörulína hefur fengið auðkennislitinn bleikan. Í línunni eru þrjár vörutegundir og er sú fjórða væntanleg. Serum er þunnt, flauelsmjúkt krem sem inniheldur mikið af vítamínum og annarri næringu fyrir húðina. Kremið inniheldur engin ilm- eða litarefni en af því er daufur rósakeimur vegna rósaolíu sem notuð er í kremið. Serum hentar til daglegrar notkunar eitt og sér, undir farða eða undir dag- eða næturkrem. Bera skal lítið magn af kreminu á sig í einu eins oft og óskað er. Andlitskrem með UV-vörn er krem sem hentar bæði sem dag- og næturkrem. Lítið magn þarf af kreminu og það gengur hratt og vel inn í húðina þannig að auðvelt er að bera á sig farða eftir notkun á því. Kremið er stútfullt af A, D og E vítamínum ásamt því að veita húðinni þann raka og aðra næringu sem hún hefur þörf á. Kremið inniheldur engin ilm- eða litarefni. Fyrir þá sem kjósa að nota kremið sem dagkrem er hægt að gleðja með því að í kreminu er efni sem veitir væga vörn gegn bæði UVA og UVB geislun. Kremið hentar þó alls ekki eitt og sér sem sólvörn. Andlitsvatn pH 5,5 er frískandi andlitsvatn með mildum rósailm sem hentar sýrustigi húðarinnar fullkomlega. Andlitsvatnið inniheldur meðal annars kamfóru sem róar húðina og tea tree olíu sem gefur milda sótthreinsandi eiginleika sem nýtast vel fyrir ákveðin húðvandamál. Best er að setja andlitsvatnið í bómull og strjúka létt yfir andlitið þegar hreinsa á húðina. Einnig er hægt að nota andlitsvatnið oftar á dag til þess að fríska sig upp. Allar þessar vörur fást nú í helstu apótekum um allt land.