Coco betaine og súlfate fríar hárvörur

Íslenska fyrirtækið Dark setti á markað nú á dögunum tvær nýjar línur af hárvörum, ÞARI og ASKA. 
Báðar línurnar innihalda sjampó og hárnæringu en einnig er hægt að fá Body wash í ÞARA línunni. 

Það sem er sérstakt við þessar nýju hárvörur er að þær eru alveg súlfat fríar (SLS free) og einnig innihalda þær ekki efnin coco betaine eða cocamidopropyl betaine. Þessi þrjú efni eru öll þekkt fyrir að geta valdið ofnæmisviðbrögðum og verið ertandi fyrir húð og hársvörð og eru þessar vörur því kærkomnar fyrir þá sem leitast eftir mildri en áhrifaríkri hreinsun á hári og líkama.