Endurbætur á húsnæði

Pharmarctica stendur í verulegum endurbótum á húsnæði fyrirtækisins og er allt kapp lagt á að vinnsla geti hafist í júní. Framleiðsla á lyfjum verður sett í forgang sem og verktakaframleiðsla.

Pharmarctica harmar þann vöruskort sem upp er kominn en mun bregðast við eins hratt og kostur er.

Einnig má koma því á framfæri að tekin var fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu þann 20. apríl síðastliðinn, viðbyggingin verður um 1500 fermetrar en húsnæði Pharmarctica í dag er um 560 fm og því er um verulega stækkun að ræða.