Ennþá betri jojobavarasalvi

Nú er búið að taka jojobavarasalvann í smá andlitslyftingu. Búið er að setja í hann grapeseed olíu sem inniheldur vítamín á borð við A, D og E ásamt því að vera rík af linoleic acid. Náttúrlegt bisabolol setur svo punktinn yfir i-ið en efnið er gríðarlega öflugur antioxidant og ver varirnar fyrir umhverfisáreiti hins daglega lífs. 

 

Til að toppa þetta allt þá styttis óðfluga í að nýju umbúðirnar okkar komi og þá verður salvinn seldur í mun þægilegri umbúðum en áður.