Handspritt styrkleiki

Vegna mikillar umræðu um styrkleika á handsótthreinsilausnum í kjölfar heimsfaraldurs á Covid 19, vill Pharmarctica árétta að Handspritt 300 ml á vörunúmeri 12000079 og Handspritt 100 ml á vörunúmeri 12000078 innihalda bæði 70% v/v styrkleika af alkóhóli. Handsprittin uppfylla því skilyrði til virkrar sótthreinsunar á höndum.

Umræða um styrkleika á Handspritti fór í gang í kjölfar þess að upplýsingar á miða eru gefnar upp í w/w prósentum en þær jafngilda 70% v/v styrkleika sem hvergi kemur fram á miðanum og hefur það valdið misskilningi. Farið verður í að endurhanna miða til að gefa skýrari upplýsingar til neytenda.