Heimsókn til Fagron

Fyrir utan höfuðstöðvar Fagron
Fyrir utan höfuðstöðvar Fagron

Starfsfólk Pharmarctica heimsótti nú á dögunum fyrirtækið Fagron í Hollandi. Heimsóknin var partur af símenntunaráætlun fyrirtækisins og var meginmarkið að öðlast fræðslu um GMP staðalinn í Hollandi. Fagron, sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu, tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur í gegnum fræðslu og námskeið hvernig kröfur þeir þurfa að uppfylla, tækjabúnað, rannsóknarstofur, verkferla, aðstöðu og margt fleira. Það má með sanni segja að við séum margt um fróðari í dag eftir þessa heimsókn og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir móttökurnar.