In-Cosmetics global 2019

Fyrirlestur Evonik (Dr. Straetmans) um antioxidantsVið sóttum in-cosmetics global heim þetta árið til Parísar en á þessari stórkostlegu sýningu eru samankomnir um 800 hráefnaframleiðendur og er sýningin einn stærsti grundvöllur í heimi til að skapa viðskiptatengsl og afla sér víðtækrar þekkingar á sviði hráefna og nýjunga á sviði persónulegrar umhirðu. Sýningin stóð yfir dagana 2-4 apríl  í Porte de Versailles í París. Aðsóknin í þessa sýningu er gríðarleg og eru þar samankomnir um 800 hráefnaframleiðendur, fyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu í sambandi við snyrtivöruframleiðslu og fyrirtæki sem sérhæfa sig í rannsóknum og rannsóknarbúnaði. Samtals lögðu síðan um 10.000 framleiðslufyrirtæki á heimsvísu leið sína á þessa ráðstefnu núna í ár til að kynna sér það sem þar var í boði. Sýningin er ekki bara básar framleiðanda heldur er boðið upp á þétta dagskrá alla dagana sem samanstanda af fyrirlestrum, vinnuhópum, formúluþróun, kynningum á einstökum og nýjum hráefnum og margt fleira. Formulation lab by ChemyunionÁ þessum eina vettvangi er samankomið fólk með víðtæka þekkingu sem er tilbúið til að deila henni með öðrum. Snyrtivöruframleiðsla á heimsvísu er í stöðugri þróun, ný efni koma á markað, kröfurnar eru sífellt að verða strangari og allir sem ætla að fylgja lestinni þurfa að vita hvað er í gangi. Þetta er vettvangurinn til þess.