Nýtt og betrumbætt sleipigel

Nú er komið í dreifingu hjá Parlogis ný og endurbætt formúla af Apótek Sleipigeli

Nýja sleipigelið leysir af hólmi eldri formúlu. Apótek sleipigel er nú vatnsleysanlegt og slímhúðarvænt sleipiefni. Sleipiefnið er með pH á bilinu 3,8-4,5 sem stillt er af með mjólkursýru. Þetta pH tryggir að efnið hefur ekki neikvæð áhrif á sýrustig eða bakteríuflóru í leggöngum eða endaþarmi. Sleipiefnið er mjúkt viðkomu, klístrast ekki auðveldlega og þrífst vel af með vatni. 

Sleipigelið inniheldur EKKI: ilm-, litar- eða bragðefni, glýserín, parabena, alkóhól, olíur eða sílikon.