Pharmarctica á In-Cosmetics 2018

Tveir starfsmenn á vegum Pharmarctica fóru til Amsterdam í apríl til að taka þátt í einni stærstu snyrtivörusýningu í Evrópu, In-Cosmetics Global. Á þessari sýningu eru samankomnir stærstu hráefnaframleiðendur í heimi ásamt fyrirtækjum sem eru að kynna tækninýjungar og nýjar og gamlar uppgötvanir í snyrti- og hárvöruheiminum.  Ný hráefni, ný tæki, nýjar leiðir og ný tækifæri er það sem þessi sýning snýst um. Fyrirlestrar, fræðsluhorn, formúluhönnun, þróun og sýnikennsla í notkun hráefna og tækja er meðal þess sem Pharmarctica sótti heim á þessari sýningu ásamt því að heimsækja bása hjá fjölda hrávöruframleiðenda og koma á nýjum viðskiptasamböndum.