Pharmarctica er Framúrskarandi fyrirtæki árið 2019

Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdarstjóri Pharmarctica tekur við viðurkenningunni.
Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdarstjóri Pharmarctica tekur við viðurkenningunni.

Pharmarctica er í hópi þeirra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2019 samkvæmt mati Creditinfo.

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Listinn er nú unninn í tíunda sinn og var kynntur í Hörpu þann 23. október. Það sem einkennir fyrirtæki á listanum er m.a að þau sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að hafa jákvæð áhrif á efnahag og samfélagið. Fjöldi fyrirtækja á listanum hefur aukist ár frá ári. 

Pharmarctica er stolt yfir því að vera á þessum lista.

Við þökkum okkar frábæra starfsfólki og okkar góðu viðskiptavinum.

Hvað er það sem gerir fyrirtæki framúrskarandi að mati Creditinfo?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
  • Ársreikningi fyrir rekstrarárið 2018 var skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir krónar rekstrarárin 2017 og 2018 og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016