Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Dagana 4-5 júní verður ráðstefna í Hofi á Akureyri um Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa aðstæður og upplifun þar sem ráðstefnugestir komast í snertingu við það sem efst er á baugi í nýsköpun og tækni í velferðarþjónustunni. Jafnframt að þeir geti öðlast vitneskju um hvar sé hægt að leita þekkingar og reynslu til að skapa árangursríkar lausnir í íslenskri velferðarþjónustu.  Pharmarctica verður með kynningar á nokkrum af þeim vörum sem fyrirtækið framleiðir og eru notaðar af stofnunum innan heilbrigðisgeirans.  Við hvetjum alla  sem hafa áhuga á bættri velferðarþjónustu að koma á ráðstefnuna og meðal annars kynna sér hvað Pharmarctica hefur upp á að bjóða.