Um okkur

PharmarcticaPharmarctica er leiðandi framleiðslu-  og þjónustufyrirtæki í verktakavinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum, fæðubótarefnum, hár- og líkamssápum, smyrslum, mixtúrum  og sótthreinsandi lausnum.

Pharmarctica sem var stofnað árið 2002, hefur byggt upp mikla þekkingu á sínu sviði og er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á heildarþjónustu í þessum geira.  Fyrirtækið býr yfir mannauði og tækjabúnaði sem gerir því kleift að þjónusta mjög breitt svið fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Pharmarctica er vottað GMP (e. good manufacturing practice) og hefur einnig leyfi til framleiðslu á lífrænum snyrtivörum. 

Þjónustan sem Pharmarctica býður upp á kemur til af víðtækri þekkingu og tengslaneti við aðra fagaðila. Fyrirtækið getur því komið að þróun eða framleiðslu á hinum ýmsu stigum í samstarfi við önnur fyrirtæki. 

Pharmarctica ábyrgist fagleg vinnubrögð  og góða þjónustu, þar sem þú getur fengið heildræna lausn fyrir þína vöru.