Tjara 26

Án rotvarnarefna

Tjara 26 er milt en öflugt tjörukrem ætlað til daglegrar notkunar á exem og psoriasis.
Kremið hefur mýkjandi og græðandi áhrif á þurra húð. Hægt er að nota kremið í hársvörð og er þá best að bera það í að kvöldi til að leyfa að vera yfir nótt.

Notkunarleiðbeiningar:
Í hársvörð:
Kremið er borið í hársvörðinn og látið bíða þangað til skánin/húðin hefur mýkst upp. Þá er kremið þvegið úr með vatni og sápu.
Í mjög erfiðum tilfellum er best að setja kremið í hársvörðinn fyrir svefn, hægt er setja poka yfir hárið til þess að varna því að kremið smitist í rúmfötin. Daginn eftir er kremið síðan þvegið úr hárinu með vatni og sápu.

Geymsla: Geymist við stofuhita

Innihald (INCI):
Virk innihaldsefni: Liquor carbonis detergens (204 mg/g) og acidum salicylicum (10,20 mg/ml).
Önnur innihaldsefni:  Eucerinum, petrolatum, polysorbate 80 og sorbitane oleate. 

Umbúðastærð: 100 ml krukka
Vörunúmer (100 ml): 12000164