Akvól

Án allra ilm- og litarefna, parabena og alkóhóls!
Varan hefur ekki verið prófuð á dýrum.
Framleitt undir GMP stýrðum aðstæðum.

Akvól líkamskrem er sérstaklega ætlað á mjög þurra húð á líkama en einnig má bera það í andlit og á hendur. Akvól inniheldur 50% hampolíu og telst því mjög feitt krem en gengur samt vel inn í húðina. Hampolía inniheldur mikið af omega- og linoleic fitusýrum, þannig dregur olían úr pirringi og kláða ásamt því að næra og mýkja húðina.

Kremið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð vegna þess að mjög auðvelt er að bera það á. Kremið hefur reynst vel fyrir fólk sem þjáist af erfiðum húðþurrki (exem og psoriasis).

Kremið er fremur þunnt og þarf að hrista fyrir notkun.


Geymsla: Má ekki frjósa, haldist frá beinu sólarljósi og miklum hita. Geymist við stofuhita.

Innihald (INCI): Cannabis sativa (hemp) seed oil, Aqua, Cetearyl alcohol, Petrolatum, Lanolin alcohol, Sorbitan oleate, Sodium gluconate, Phenoxyethanol, Tocopherol, Sodium cetearyl sulfate, Helianthus annuuss (sunflower) seed oil, Potassium sorbate, Citric acid, Disodium phosphate, Potassium phosphate. 
Innihald: Hampolía (húðnærandi, aðalefnið í vörunni), Aqua (vatn), Cetearyl alcohol (ekki alkóhól einsog flestir hugsa um heldur bindiefni), Petrolatum (vaselín, rakagefandi, mýkjandi), Lanolin alcohol (ekki alkóhól einsog flestir hugsa um heldur bindiefni og mýkjandi), Sorbitan oleate (bindiefni), Tocopherol (Evítamínolía, ver vöruna fyrir oxun, húðnærandi), Sodium gluconate (ver vöruna fyrir oxun), Phenoxyethanol (rotvörn gegn bakteríum), Potassium sorbate (rotvörn gegn myglu og sveppum), Citric acid (til að pH stilla vöruna svo hún passi sem best fyrir húðina og til að rotvörnin virki), Sodium cetearyl sulfate (bindiefni).  

Umbúðastærðir: 100 ml túpa, 500 ml flaska með dælu.
Vörunúmer (100 ml): 12000001
Vörunúmer (500 ml): 12000178