Næturkrem

Næturkrem er djúpnærandi rakakrem (e. moisturizer) sem hentar þurri og venjulegri húð. Kremið má nota sem dagkrem fyrir þurra húð. Samsetning kremsins stendur í meginþáttum af hampolíu, sheabutter og grapeseed olíu sem fylla húðina af næringu og raka niður í dýpstu lög húðarinnar. Síðan bættum við pantenóli í kremið en það róar húðina og dregur úr ójöfnu litararfti. Stjarna innihaldsefnanna er svo saccharide isomerate sem er gríðarlega öflugt rakagefandi efni sem bindur raka við húðina og heldur rakanum í húðinni í allt að 72 klst eftir að kremið er borið á. Rannsóknir sem hafa verið gerðar sýna að með því að nota efnið í 4 vikur dró það úr einkennum þurrar húðar um 20% og styrkti ysta lag húðarinnar um 20% (sem hindrar rakatap úr húðinni). Eftir aðeins tvær vikur mátti sjá um 50% bætingu á mýkt húðarinnar, það dróg úr þurrum húðflögum um meira en 50%, kláði í húð vegna þurrks minnkaði um 50%, húðin þéttist um meira en 30% og styrkur húðarinnar jókst um meira en 20% hjá öllum þátttakendum. 

Öll okkar krem eru án parabena og litarefna, þau eru ekki prófuð á dýrum og framleidd í GMP vottuðu húsnæði. 

Geymsla: Geymist við stofuhita.


Yfir 90% af innihaldi vörunnar er af náttúrulegum uppruna.


Innihald (INCI): Aqua (icelandic springwater), Butyrospermum parkii (shea) butter, Cannabis sativa (hemp) seed oil, Vitis vinifera (grape) seed oil, Caprylic/capric triglyceride, Cetearyl alcohol, Propanediol, Panthenol, Saccharide isomerate, Helianthus annuus (sunflower) seed oil, Tocopherol, Sorbitan oleate, Citrus limon (lemon) fruit oil, Carbomer, Xylityl sesquicaprylate, Caprylyl glycol, Sodium cetearyl sulfate, Citric acid, Sodium citrate, Sodium hydroxide, Disodium phosphate, Potassium phosphate, Limonene*, Citral*, Geraniol*.

*Mögulegir ofnæmisvaldar sem eru partur af náttúrulegri samsetningu ilmkjarnaolía

 

Umbúðastærðir: 50 ml airless pumpa
Vörunúmer: 12000011