Júgursmyrsl

Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!

Júgursmyrsl er feitt smyrsli sem hefur margþætt notagildi. Júgursmyrsl er meðal annars notað sem hreinsikrem, sem rakakrem á mjög þurra húð, á þurrkubletti, sem renniefni á endaþarmsstíla og til að auðvelda mjólkun.
Júgursmyrsl ber nafn sitt af því að vera mikið notað til að bera á spena á kúm. Í dag er júgursmyrsl víða notað til að auðvelda mjólkun úr ám og kúm.


Geymsla:
Geymist við stofuhita.

Innihald (INCI): Paraffinum liquidum, Petrolatum, Paraffin, Tocopheryl acetate.
Innihald: Parafínolía, Vaselín, Parafínvax, Evítamín. 

Umbúðastæðir: 100 ml túpa
Vörunúmer (100 ml): 12000020

 

APÓTEK vörurnar eru alhliða vörur sem framleiddar eru undir ströngustu gæðakröfum af íslenska lyfjafyrirtækinu PharmArctica.