Járnmixtúra

Sætt bragð!
Án allra ilm- og litarefna!

Járnmixtúra með C-vítamíni er fæðubótarefni ætlað börnum og fullorðnum sem eru með lágan járnstyrk í blóði. Mixtúran inniheldur auk járns, C-vítamín sem eykur upptöku á járni úr meltingarveginum. Ávallt skal leita ráðgjafar fagaðila svo sem læknis eða lyfjafræðings áður en varan er tekin í notkun.

Innihald í 2 ml:                   RDS   
Járn            14,4 mg           100%
C-vítamín    11,5 mg             14%

Notkunarleiðbeiningar:
Hristist vel fyrir notkun. Ráðlögð notkun er 2 ml á dag.

Varúð!
Leitið ráðgjafar fagaðila áður en varan er tekin í notkun.
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður dagsskammtur segir til um.
Ekki skal neyta fæðubótarefna í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geymsla: Geymist í kæli.

Innihald (INCI): Aqua, syrupus sacchari, ferrosi sulfas heptahydricus (33,11 mg/g (Fe 7,2 mg/ml)) og acidum ascorbicum (5,41 mg/g).
Innihald: Vatn, sykursíróp (vatn, sykur og rotvörn), járn súlfat og C-vítamín.

Umbúðastærð: 100 ml flaska með 5 ml skammtasprautu
Vörunúmer: 12000143