Tannskol

Með piparmyntubragði!
Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!

Tannskol er sótthreinsandi munnskolslausn til notkunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir. Læknir getur ávísað lausninni til annarrar notkunar. Virka efnið í lausninni er klórhexidín en það er sýkladrepandi efni.

Leitið ráðgjafar fagaðila svo sem tannlæknis eða lyfjafræðings áður en varan er tekin í notkun.  

Notkunarleiðbeiningar:
Að lokinni burstun kvölds og morgna eru ca. 10 ml af lausninni notaðir til að skola munninn vandlega í 1 mínútu. Lausninni skal síðan spýtt út úr sér.

Varúð!
Ekki ætlað börnum yngri en 6 ára vegna  hættu á að þau kyngi lausninni.
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Langvarandi notkun lausnarinnar getur valdið brúnum blettum á glerungi tanna. Mislitunin er ekki skaðleg.
Varað er við langvarandi og/eða útbreiddri notkrun.
Varast ber að tannskolið berist í augu eða eyru.

Geymsla: Geymist við stofuhita.

Innihald (INCI): Aqua, sorbitol, alcohol, chlorhexidine digluconate (2 mg/ml) og  peppermint flavour
Innihald: Vatn, sorbitól, spíri, klórhexidín (2 mg/ml) og piparmyntubragðefni

Umbúðastærðir: 300 ml flaska
Vörunúmer (300 ml): 12000108