Verktakavinna

Pharmarctica er leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í verktakavinnu sem sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum, hár- og húðvörum, smyrslum, mixtúrum, sótthreinsandi lausnum og fæðubótarefnum. 

Þjónustan sem Pharmarctica býður upp á kemur til af víðtækri þekkingu og tengslaneti við aðra fagaðila. Fyrirtækið getur því komið að þróun eða framleiðslu á hinum ýmsu stigum í samstarfi við önnur fyrirtæki. 

 

Pharmarctica ábyrgist fagleg vinnubrögð  og góða þjónustu, þar sem þú getur fengið heildræna lausn fyrir þína vöru.

Pharmarctica vinnur meðal annars með eftirtöldum fyrirtækjum: 

Við vinnum að nýjum vöru, sjáum um framleiðslu og pökkun á völdum vörum fyrir VAXA

Við sjáum um framleiðslu og pökkun á völdum vörum fyrir ÆSIR Cannabidiol

Við sjáum um áfyllingu og pökkun á völdum vörum fyrir Ozone ehf. 

Við sjáum um framleiðslu og pökkun á völdum vörum fyrir RVKRitual

Við vinnum að nýjum vörum  og sjáum um framleiðslu á völdum vörum fyrir Healing Iceland - Sproti CBD vörur

Við vinnum að nýjum vörum og sjáum um framleiðslu og pökkun fyrir Eylíf

Við vinnum að nýjum vörum og sjáum um framleiðslu og pökkun fyrir AK Pure Skin

 

 Við erum í samstarfi við Primex á Siglufirði um pökkun og áfyllingu. Við sjáum um hylkjun, pökkun og merkingu á LipoSan og ChitoCare. 

Við vinnum að nýjum vörum og sjáum um framleiðslu og pökkun fyrir Marinox.

Við sjáum um hylkjun, áfyllingu og pökkun á Amino Marine Collagen powder og öðrum vörum frá Feel Iceland.

feeliceland.com

Við sjáum um áfyllingu og pökkun á, Penzim geli og Penzim úðakremi ásamt blöndun, frá líftæknifyrirtækinu Zymetech. 

 

Við sjáum um þróun, framleiðslu, pökkun og merkingar á vítamínum undir hinum alíslensku vörumerkjum Hollusta heimilisins og Ein á dag  og MUNA vítamín fyrir Icepharma.

             

 

Við sjáum um um pökkun, merkingar og framleiðslu að hluta á iCare vítamínum fyrir fyrirtækið Artasan

Við sjáum um blöndun á grunnum og tilbúnum vörum fyrir BIOEFFECT ehf ásamt því að vinna með þeim í þróun.

Við vinnum að nýjum vörum og sjáum um framleiðslu og pökkun fyrir Sóley organics 

Við vinnum að nýjum vörum og sjáum um framleiðslu og pökkun fyrir Urðarkött.  Vörurnar innihalda ásamt öðru minkaolíu sem fellur til sem aukaafurð við loðdýrarækt. 

Við sjáum um blöndun, áfyllingu og pökkun á öllum kísilheilsuvörunum frá GeoSilica.

 

Við vinnum að nýjum vörum og sjáum um framleiðslu og pökkun fyrir Veranda.

 

Við sjáum um þróun, blöndun og áfyllingu fyrir Zeto