Cetricide sárakrem

Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!

Cetricide sárakrem er sýkladrepandi krem sem er borið á bleyjuútbrot, litlar brunablöðrur, bólur og rispur. Kremið er talið mjög áhrifaríkt á unglingabólur. Þurrkar ekki upp húðina. Cetricide sárakrem dregur nafnið af einu af virku innihaldsefnunum cetricide sem hefur sýkladrepandi eiginleika.

Notkunarleiðbeiningar:

Berið kremið á í þunnu lagi á húðsvæðið sem á að hreinsa. Bestur árangur næst með því að bera kremið á fyrir svefn svo það fái að virka yfir nótt. Kremið má bera á eins oft og vill eða þangað til húðin er orðin heil á ný.

Geymsla: Kremið geymist við stofuhita eða í svala.
Ofnæmisvaldar: Cetricide og klórhexidín.

Innihald (INCI): Aqua, cetyl alcohol, paraffinum liquidum, ceteth-20, chlorhexidine digluconate (5 mg/g) og cetrimonium bromide (2,5 mg/g).
Innihald: Vatn, cetanól, paraffínolía, cetomacrogolum, klórhexidín og cetricide.

Umbúðastærð: 50 ml túpa
Vörunúmer (100 ml): 12000098