Möndluolía

Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!

Möndluolía er hrein olía sem nota má á allan líkamann og í andlit. Olían er talin henta öllum húðgerðum og er mjög auðug af næringarefnum fyrir húðina. Hægt er að nota möndluolíu á margvíslegan máta t.d.; sem nuddolíu, til að bera á börn, til að setja útí baðvatn, til að mýkja upp skán í hársverði og til inntöku.

Notkunarleiðbeiningar:

Til að mýkja upp skán í hársverði: berið olíuna í hársvörðinn og leyfið að bíða í a.m.k. 1 klst. Bestur árangur næst ef olían er borin í hársvörðinn að kvöldi til og leyft að virka yfir nótt. Daginn eftir er hársvörðurinn greiddur með mjúkum bursta eða greiðu þannig að skánin fari. Varast ber að greiða of fast til að særa ekki húðina. Til að viðhalda árangrinum getur þurft að bera olíuna í hársvörðinn reglulega.
Til inntöku: 1 msk. daglega fyrir fullorðna.

Geymsla: Geymist við stofuhita eða í kæli.

Innihald (INCI): Prunus amygdaius dulcis oil
Innihald: Möndluolía

Umbúðastærð: 100 ml flaska með spraututappa
Vörunúmer (100 ml): 12000066