Kuldakrem

Mildur ilmur af lavender og rósmarín!
Án allra ilm- og litarefna!


Kuldakrem er hannað með útivist í huga. Kremið er ætlað fyrir börn og fullorðna sem eru í útiveru hvort heldur sem er í leik eða starfi. Kuldakrem verndar húðina fyrir frostbiti, vindþurrk og vetrarsól. Kremið er borið á andlit áður en farið er út.
Af kreminu er mildur lavender og rósmarín ilmur sem að fæst úr lavenderolíu og rósmarínolíu sem virka bæði húðverndandi og verjandi ásamt því að gefa góða lykt.
Kuldakrem er einnig mikið notað sem hreinsikrem til að fjarlægja farða og sem öflugt rakakrem fyrir þurra húð. Kremið virkar einnig vel á þurrkubletti og harða húð á iljum og olnbogum.
Kuldakrem inniheldur 24, 69% vatn.   


Geymsla:
Geymist í stofuhita.

Innihald (INCI): Arachis hypogaea oil, aqua (24,69%), cetyl palmitate, cera alba, eucerinum, phenoxyethanol, potassium sorbate, lavandula angustifolia oil og rosmarinus officinalis oil.
Innihald: Jarðhnetuolía, vatn, cetyl palmítas, bývax, eucerinum, rotvörn, lavenderolía og rósmarínolía.

Umbúðastæðir: 50 ml krukka
Vörunúmer (50 ml): 12000006

APÓTEK vörurnar eru alhliða vörur sem framleiddar eru undir ströngustu gæðakröfum af íslenska lyfjafyrirtækinu PharmArctica.