07.02.2014
Þórunn
A+ heilsuvörurnar sem hafa hingað til fengist í verslunum Samkaupa munu nú ekki fást þar lengur.
Vörurnar hafa verið færðar yfir í vörulínuna Apótek og verða til sölu í helstu apótekum landsins. Því geta
viðskiptavinir haldið áfram að fá þessar frábæru vörur hjá sínu heimaapóteki (sjá lista
hér).
Vörurnar hafa einnig sumar hverjar fengið ný nöfn en hér má sjá þau:
Feitt rakakrem - Karbamíð krem 10%
Fótakrem - Hælakrem
Handáburður - Stjörnuhandáburður
Handspritt - Handspritt
Húðnæring - Akvól
Júgursmyrsl - Júgursmyrsl
Kókoskrem - Kókosfíl
Rakakrem - Hydrófíl rakakrem
Sótthreinsunarkrem - Cetricide sárakrem
Útivistarkrem - Kuldakrem
Varaáburður - Mentólvaraáburður
Vaselín - Vaselín
Lesa meira
15.01.2014
Þórunn
Bórsýruslím fæst núna afgreitt úr apótekum án lyfseðils. Skv.
reglugerð nr. 577/2013 viðauki 4 um snyrtivörur, er heimilt að nota bórsýru í snyrtivörur. Bórsýruslímið inniheldur 2%
bórsýru sem hefur sótthreinsandi eiginleika.
Varan fæst hjá Parlogis undir vörunúmerinu 12000081.
Lesa meira
20.11.2013
Þórunn
Í byrjun nóvember sóttu tveir starfsmenn frá okkur námskeið í töfluhúðun við Colorcon í Bretlandi. Þessi aukna
þekking mun koma til með að nýtast fyrirtækinu vel í áframhaldandi þróun og framleiðslu á vítamínum.
Lesa meira
30.08.2013
Þórunn
Nú eru flestar vörur Pharmarctica bæði í Apótek og A+ heilsuvöru línunni
parabenfríar. Við hvetjum fólk til að kynna sér vörurnar hérna á heimasíðunni okkar.
Lesa meira
30.08.2013
Þórunn
Mixtúran Dicycloverine hydrochloride 10 mg/5ml er nú komin í framleiðslu hjá Pharmarctica.
Lesa meira
27.03.2013
Þórunn
Í dag undirritaði Sænes samning um kaup á stálgrindarhúsi sem reisa á sem viðbyggingu við húsnæði Pharmarctica að
Lundsbraut 2. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um leið og frost fer úr jörðu í vor.
Jóhann Ingólfsson framkvæmdarstjóri Sæness og
Haraldur Árnason byggingartæknifræðingur við undirritun
Lesa meira
02.10.2012
Þórunn
Nú eru Norskir brjóstdropar aftur fáanlegir á Íslandi. Norsku brjóstdroparnir eru
velþekktir frá gamalli tíð en þeir þykja einstaklega kröftugir gegn særindum í hálsi. Brjóstdroparnir róa
hálsinn, draga úr slími og losa um í ennis- og kinnholum. Norskir brjóstdropar eru alls ekki ætlaðir börnum.
Fylgja skal inntökuleiðbeiningum sem gefnar eru upp á umbúðum og alls ekki er ætlast til að drukkið sé beint úr flöskunni
þar sem mixtúran er mjög sterk.
Lesa meira
09.02.2012
Þórunn
Framleiðslu á Rakavaselíni, vn: 12000072 hefur nú verið hætt.
Lesa meira
24.01.2012
Þórunn
Framleiðslu á Exploration sleipigeli hefur nú verið hætt. Önnur vara er komin í staðinn; Sleipigel í 100 ml túpum en það er undir
vörunúmerinu 12000118.
Lesa meira
08.11.2011
Þórunn
TNG-smyrsli fæst undir vörunúmerinu 12000141 hjá Parlogis
Lesa meira