Fréttir

Rotvarnarefni

Vegna þeirrar umræðu í samfélaginu um rotvarnarefni í snyrtivörum þá vill Pharmarctica koma því á framfæri að ekki eru notuð rotvarnarefnin butylparaben og propylparaben í neinum vörum sem fyrirtækið framleiðir.
Lesa meira

Breyting á Golytely forskrift

PharmArctica hefur nú breytt Golytely forskrift sinni á þann hátt að nú þurfa neytendur að bæta 2,4 lítrum af vatni í brúsann (í stað 2 lítra áður). Magn innihaldsefna er það sama þ.e. eftir þynningu með 2,4 lítrum er styrkur Golytely sá sami og áður. Helsta ástæða breytinganna er að auka geymsluþol lausnarinnar.
Lesa meira

A+ heilsuvörur

A+ heilsuvörurnar eru fáanlegar í öllum verslunum Samkaupa; Nettó, Kaskó, Úrval og Strax
Lesa meira

Sölustaðir Apótek-varanna

Vegna margra fyrirspurna um það hvar vörurnar okkar fáist þá viljum við benda viðskiptavinum okkar á að allar okkar vörur eiga að fást í: Parlogis sem er dreifingaraðilinn fyrir allar okkar vörur Eftirtalin apótek selja vörurnar okkar og eiga að geta sérpantað fyrir viðskiptavini þær vörur sem ekki eru til hjá þeim: Apótekum Lyfju, Apótekinu í Hagkaupum, Reykjavíkurapótek, Árbæjarapótek, Rimaapótek, Laugarnesapótek, Apótekum Lyfjavers, Apótekum Lyfjavals, Garðsapótek, Apótek Vesturlands, Skipholtsapótek, Apótek Ólafsvíkur, Siglufjarðarapótek Endilega hafið samband og látið okkur vita ef þið eigið í vandræðum með að nálgast vörurnar okkar.
Lesa meira

Heilsa, húð og hár

Pharmarctica tekur þátt í sýningunni Heilsa, húð og hár sem fer fram í Vetrargarðinum í Smáralindinni dagana 11-12 september. Á sýningunni verða vörur og starfsemi fyrirtækisins kynnt. Á sunnudeginum 12 september kl. 15-15:30 mun Þórunn Lúthersdóttir, framleiðslustjóri fyrirtækisins halda stuttan fyrirlestur um starfsemi og vörur. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á sýninguna og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða, fá svör við spurningum og prufa vörurnar okkar.
Lesa meira

Hydrófíl

Framleiðslu á Hydrófíl í 300 ml flöskum hefur nú verið hætt og því er varan ekki lengur fáanleg hjá Parlogis. Í staðinn höfum við sett nýja umbúðastærð á markað, 200 ml túpur. Þær umbúðir eru mun handhægari en flöskurnar og hvetjum við fólk eindregið til að nýta sér vöruna í þessum nýju umbúðum. Áfram verður hægt að fá Hýdrófíl í 100 ml túpum og 500 ml flöskum með dælu.
Lesa meira

Danskir brjóstdropar í sauðburðinn

Danskir brjóstdropar hafa löngum verið kærkominn vinur í kveftíð landsmanna og kannast flestir við ágæti þeirra við leiðinda hósta. Það sem kannski færri vita er að Danskir brjóstdropar koma að mjög góðum notum í sauðburð þegar hressa þarf við lömb sem koma líflítil í heiminn. Á bæ einum í Vatnsdal eru Danskir brjóstdropar eitt af því sem alltaf er til þegar sauðburður byrjar og að sögn bóndans hefur mixtúran bjargað lífi margra lamba. Þegar líflítið lamb kemur í heiminn t.d. eftir erfiðan burð er putta dýft í mixtúruna og henni síðan makað inn í munninn á lambinu og eins langt niður í kok og hægt er. Þetta rífur vel í og fær lömbin til að losa sig við slím sem situr í þeim. Í góðu lagi er að gefa lömbunum nokkra svona "fingurslurka" þar til þau eru farin að halda haus.
Lesa meira

Explorations sleipiefni

Explorations sleipiefni er tilvalið fyrir þá sem vilja ekki aukaefni eða ilmefni. Sleipiefnið fer vel með viðkvæma slímhúð, hefur milda sótthreinsandi eiginleika og klístrast ekki. Kremið fæst í handhægum 100 ml túpum í helstu apótekum landsins. Nánari upplýsingar um vöruna má finna á síðu þess Explorations - Sleypiefni.
Lesa meira

Ný vara í bleiku línunni

Nú er komið á markaðinn nýtt krem í bleiku línunni okkar, Kornakrem í 100 ml túpum. Kremið er mjúkur andlitskrúbbur sem nota má á allan líkamann. Gott er að bera kremið á sig í sturtu á rakt andlitið og nudda létt.
Lesa meira

Hydrófíl rakakrem 200 ml

Nú er komin í sölu hjá Parlogis ný umbúðastærð af Hydrófíl rakakremi. Kremið fæst nú í 200 ml túpum sem henta einstaklega vel fyrir þá sem nota kremið í miklu magni.
Lesa meira