02.07.2014			
		Þórunn
	
	Tilkynning vegna Bórsýruslíms
Bórsýruslím fæst núna afgreitt úr apótekum án lyfseðils. Skv. reglugerð nr. 577/2013
viðauka 4 um snyrtivörur, er heimilt að nota bórsýru í snyrtivörur. Bórsýruslímið inniheldur 2% bórsýru sem hefur
sótthreinsandi eiginleika.
 Bórsýruslím fæst afgreitt úr Parlogis undir vörunúmerinu 12000081.
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					13.06.2014			
		Þórunn
	
	Sölu á Akvól í 300 ml umbúðum hefur verið hætt. Akvól er til í tveimur öðrum umbúðastærðum, 100 ml
túpum og 500 ml flöskum með dælu. 
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					05.06.2014			
		Þórunn
	
	
Velferðarráðuneytið stóð fyrir ráðstefnu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu dagana 4-5 júní
í Hofi á Akureyri. Pharmarctica var með bás á staðnum ásamt því að gefa fyrirlesurum ráðstefnunnar gjafakörfur með vel
völdum vörum úr Apótek línunni.
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					03.06.2014			
		Þórunn
	
	Dagana 4-5 júní verður ráðstefna í Hofi á Akureyri um Nýsköpun og
tækni í velferðarþjónustu. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa aðstæður og upplifun þar sem ráðstefnugestir
komast í snertingu við það sem efst er á baugi í nýsköpun og tækni í velferðarþjónustunni. Jafnframt að þeir
geti öðlast vitneskju um hvar sé hægt að leita þekkingar og reynslu til að skapa árangursríkar lausnir í íslenskri
velferðarþjónustu. 
Pharmarctica verður með kynningar á nokkrum af þeim vörum sem fyrirtækið framleiðir og eru notaðar af stofnunum innan heilbrigðisgeirans. 
Við hvetjum alla  sem hafa áhuga á bættri velferðarþjónustu að koma á ráðstefnuna og meðal annars kynna sér hvað
Pharmarctica hefur upp á að bjóða. 
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					30.05.2014			
		Þórunn
	
	Föstudaginn 23. júní  var opið hús hjá Pharmarctica. Mættu þar um 90 manns til að skoða húsnæðið, gæða
sér á  veitingum frá Jónsabúð og eiga með okkur góða stund. Farið var með hópa inn í framleiðsluna undir
leiðsögn og starfsemin kynnt. Boðið var upp á að smakka örlitlar c-vítamíntöflur og fylgjast með töfluslætti. Hægt var að
fylgjast með áfyllingu og fengu gestir gefins Andlitskrem úr Apótek línunni beint úr áfyllingunni.
Sóley Elíasdóttir var á svæðinu með prufur af nokkrum af sínum bestu vörum frá Sóley organics.
Við þökkum öllum þeim sem gerðu sér ferð til okkar þennan dag til að skoða fyrirtækið og vonum að  þið hafið
notið stundarinnar.
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					15.05.2014			
		Þórunn
	
	Föstudaginn 23. maí  á milli klukkan 17-19, ætlum við að hafa opið hús í Pharmarctica að Lundsbraut 2.
Gestum verður boðið upp á að skoða nýja lagerhúsnæðið okkar og farið verður með hópa í gegnum
framleiðslusvæðið undir leiðsögn. Boðið verður upp á léttar veitingar. Við hvetjum sem flesta til að koma og kynna sér starfsemi
fyrirtækisins og eiga með okkur ánægjulega stund. 
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					30.04.2014			
		Þórunn
	
	Sumarlokun Pharmarctica árið 2014 hefur verið ákveðin. Fyrirtækið verður lokað frá og með kl 16 þann 11 júlí og opnar aftur
kl 8 þann 11 ágúst. 
Starfsmenn munu fylgjast með tölvupósti á tímabilinu og einnig verður hægt að ná í starfsmenn í farsíma (sjá hér).
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					30.04.2014			
		Þórunn
	
	Forskriftarlyf sem Pharmarctica framleiðir eru nú komin inn sem viðauki í lyfjaverðskrá. Nú á því að vera hægt að
ávísa forskriftarlyfjunum í gegnum Sögu-kerfið. Þrátt fyrir að forskriftarlyfin hafi verið skráð undir sama viðauka og
undanþágulyf, þarf ekki að að skrifa undanþágulyfseðil. Verið er að vinna að því að forskriftarlyf verði sérstakur
viðauki í lyfjaverðskrá en ekki undir sama viðauka og undanþágulyf. 
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					03.04.2014			
		Þórunn
	
	Vegna tímabundins umbúðaskorts hefur Tannskol verið framleitt í glærum plastflöskum. Nú hefur þetta
vandamál verið leyst og fæst Tannskolið nú aftur í hvítum flöskum. 
Lesa meira
	
 	
		
		
			
					28.02.2014			
		Þórunn
	
	Nú erum við líka komin á fésbókina. Like-aðu við okkur og fylgstu með okkur þar.
Lesa meira