Fréttir

Kornakrem fyrir líkamann

Nú er komin í sölu hjá okkur ný vara í Bleiku línunni, Kornakrem fyrir líkamann. Kornakremið er bodyskrúbbur með jojobaperlum sem að fjarlægja dauðar húðfrumur á mildan en áhrifaríkan máta. Jojobaperlurnar rispa ekki né skaða húðina líkt og margir hnetuskrúbbar geta gert, þess vegna hentar Kornakremið fyrir flestar ef ekki allar húðgerðir.  
Lesa meira

Kalii permanganat 3% 100 ml

Kalii permanganat 3% 100 ml hefur vörunúmerið 12000165
Lesa meira

Þorrinn

Nú stendur Þorrinn sem hæst og allir eru að fara á þorrablót. Einhverjir vakna sennilega daginn eftir með nett óbragð í munni eftir allt hákarlsátið og þá er nú ekki verra að eiga flösku af flúormunnskoli til að fríska upp andadráttinn.
Lesa meira

Rotvarnarefni

Vegna þeirrar umræðu í samfélaginu um rotvarnarefni í snyrtivörum þá vill Pharmarctica koma því á framfæri að ekki eru notuð rotvarnarefnin butylparaben og propylparaben í neinum vörum sem fyrirtækið framleiðir.
Lesa meira

Breyting á Golytely forskrift

PharmArctica hefur nú breytt Golytely forskrift sinni á þann hátt að nú þurfa neytendur að bæta 2,4 lítrum af vatni í brúsann (í stað 2 lítra áður). Magn innihaldsefna er það sama þ.e. eftir þynningu með 2,4 lítrum er styrkur Golytely sá sami og áður. Helsta ástæða breytinganna er að auka geymsluþol lausnarinnar.
Lesa meira

A+ heilsuvörur

A+ heilsuvörurnar eru fáanlegar í öllum verslunum Samkaupa; Nettó, Kaskó, Úrval og Strax
Lesa meira

Sölustaðir Apótek-varanna

Vegna margra fyrirspurna um það hvar vörurnar okkar fáist þá viljum við benda viðskiptavinum okkar á að allar okkar vörur eiga að fást í: Parlogis sem er dreifingaraðilinn fyrir allar okkar vörur Eftirtalin apótek selja vörurnar okkar og eiga að geta sérpantað fyrir viðskiptavini þær vörur sem ekki eru til hjá þeim: Apótekum Lyfju, Apótekinu í Hagkaupum, Reykjavíkurapótek, Árbæjarapótek, Rimaapótek, Laugarnesapótek, Apótekum Lyfjavers, Apótekum Lyfjavals, Garðsapótek, Apótek Vesturlands, Skipholtsapótek, Apótek Ólafsvíkur, Siglufjarðarapótek Endilega hafið samband og látið okkur vita ef þið eigið í vandræðum með að nálgast vörurnar okkar.
Lesa meira

Heilsa, húð og hár

Pharmarctica tekur þátt í sýningunni Heilsa, húð og hár sem fer fram í Vetrargarðinum í Smáralindinni dagana 11-12 september. Á sýningunni verða vörur og starfsemi fyrirtækisins kynnt. Á sunnudeginum 12 september kl. 15-15:30 mun Þórunn Lúthersdóttir, framleiðslustjóri fyrirtækisins halda stuttan fyrirlestur um starfsemi og vörur. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á sýninguna og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða, fá svör við spurningum og prufa vörurnar okkar.
Lesa meira

Hydrófíl

Framleiðslu á Hydrófíl í 300 ml flöskum hefur nú verið hætt og því er varan ekki lengur fáanleg hjá Parlogis. Í staðinn höfum við sett nýja umbúðastærð á markað, 200 ml túpur. Þær umbúðir eru mun handhægari en flöskurnar og hvetjum við fólk eindregið til að nýta sér vöruna í þessum nýju umbúðum. Áfram verður hægt að fá Hýdrófíl í 100 ml túpum og 500 ml flöskum með dælu.
Lesa meira

Danskir brjóstdropar í sauðburðinn

Danskir brjóstdropar hafa löngum verið kærkominn vinur í kveftíð landsmanna og kannast flestir við ágæti þeirra við leiðinda hósta. Það sem kannski færri vita er að Danskir brjóstdropar koma að mjög góðum notum í sauðburð þegar hressa þarf við lömb sem koma líflítil í heiminn. Á bæ einum í Vatnsdal eru Danskir brjóstdropar eitt af því sem alltaf er til þegar sauðburður byrjar og að sögn bóndans hefur mixtúran bjargað lífi margra lamba. Þegar líflítið lamb kemur í heiminn t.d. eftir erfiðan burð er putta dýft í mixtúruna og henni síðan makað inn í munninn á lambinu og eins langt niður í kok og hægt er. Þetta rífur vel í og fær lömbin til að losa sig við slím sem situr í þeim. Í góðu lagi er að gefa lömbunum nokkra svona "fingurslurka" þar til þau eru farin að halda haus.
Lesa meira