30.05.2014
Þórunn
Föstudaginn 23. júní var opið hús hjá Pharmarctica. Mættu þar um 90 manns til að skoða húsnæðið, gæða
sér á veitingum frá Jónsabúð og eiga með okkur góða stund. Farið var með hópa inn í framleiðsluna undir
leiðsögn og starfsemin kynnt. Boðið var upp á að smakka örlitlar c-vítamíntöflur og fylgjast með töfluslætti. Hægt var að
fylgjast með áfyllingu og fengu gestir gefins Andlitskrem úr Apótek línunni beint úr áfyllingunni.
Sóley Elíasdóttir var á svæðinu með prufur af nokkrum af sínum bestu vörum frá Sóley organics.
Við þökkum öllum þeim sem gerðu sér ferð til okkar þennan dag til að skoða fyrirtækið og vonum að þið hafið
notið stundarinnar.
Lesa meira
15.05.2014
Þórunn
Föstudaginn 23. maí á milli klukkan 17-19, ætlum við að hafa opið hús í Pharmarctica að Lundsbraut 2.
Gestum verður boðið upp á að skoða nýja lagerhúsnæðið okkar og farið verður með hópa í gegnum
framleiðslusvæðið undir leiðsögn. Boðið verður upp á léttar veitingar. Við hvetjum sem flesta til að koma og kynna sér starfsemi
fyrirtækisins og eiga með okkur ánægjulega stund.
Lesa meira
30.04.2014
Þórunn
Sumarlokun Pharmarctica árið 2014 hefur verið ákveðin. Fyrirtækið verður lokað frá og með kl 16 þann 11 júlí og opnar aftur
kl 8 þann 11 ágúst.
Starfsmenn munu fylgjast með tölvupósti á tímabilinu og einnig verður hægt að ná í starfsmenn í farsíma (sjá hér).
Lesa meira
30.04.2014
Þórunn
Forskriftarlyf sem Pharmarctica framleiðir eru nú komin inn sem viðauki í lyfjaverðskrá. Nú á því að vera hægt að
ávísa forskriftarlyfjunum í gegnum Sögu-kerfið. Þrátt fyrir að forskriftarlyfin hafi verið skráð undir sama viðauka og
undanþágulyf, þarf ekki að að skrifa undanþágulyfseðil. Verið er að vinna að því að forskriftarlyf verði sérstakur
viðauki í lyfjaverðskrá en ekki undir sama viðauka og undanþágulyf.
Lesa meira
03.04.2014
Þórunn
Vegna tímabundins umbúðaskorts hefur Tannskol verið framleitt í glærum plastflöskum. Nú hefur þetta
vandamál verið leyst og fæst Tannskolið nú aftur í hvítum flöskum.
Lesa meira
28.02.2014
Þórunn
Nú erum við líka komin á fésbókina. Like-aðu við okkur og fylgstu með okkur þar.
Lesa meira
07.02.2014
Þórunn
A+ heilsuvörurnar sem hafa hingað til fengist í verslunum Samkaupa munu nú ekki fást þar lengur.
Vörurnar hafa verið færðar yfir í vörulínuna Apótek og verða til sölu í helstu apótekum landsins. Því geta
viðskiptavinir haldið áfram að fá þessar frábæru vörur hjá sínu heimaapóteki (sjá lista
hér).
Vörurnar hafa einnig sumar hverjar fengið ný nöfn en hér má sjá þau:
Feitt rakakrem - Karbamíð krem 10%
Fótakrem - Hælakrem
Handáburður - Stjörnuhandáburður
Handspritt - Handspritt
Húðnæring - Akvól
Júgursmyrsl - Júgursmyrsl
Kókoskrem - Kókosfíl
Rakakrem - Hydrófíl rakakrem
Sótthreinsunarkrem - Cetricide sárakrem
Útivistarkrem - Kuldakrem
Varaáburður - Mentólvaraáburður
Vaselín - Vaselín
Lesa meira
15.01.2014
Þórunn
Bórsýruslím fæst núna afgreitt úr apótekum án lyfseðils. Skv.
reglugerð nr. 577/2013 viðauki 4 um snyrtivörur, er heimilt að nota bórsýru í snyrtivörur. Bórsýruslímið inniheldur 2%
bórsýru sem hefur sótthreinsandi eiginleika.
Varan fæst hjá Parlogis undir vörunúmerinu 12000081.
Lesa meira
20.11.2013
Þórunn
Í byrjun nóvember sóttu tveir starfsmenn frá okkur námskeið í töfluhúðun við Colorcon í Bretlandi. Þessi aukna
þekking mun koma til með að nýtast fyrirtækinu vel í áframhaldandi þróun og framleiðslu á vítamínum.
Lesa meira
30.08.2013
Þórunn
Nú eru flestar vörur Pharmarctica bæði í Apótek og A+ heilsuvöru línunni
parabenfríar. Við hvetjum fólk til að kynna sér vörurnar hérna á heimasíðunni okkar.
Lesa meira